Broil King-grillleiðbeiningar
Aðferðir Icon Leiðbeiningar Icon Lausnir Icon Reyking Icon

Grillleiðbeiningar


Notaðu grillleiðbeiningarnar okkar til að finna réttar upplýsingar um kjötskurðinn, grilltímann og hitastigið.

Steikur

Hönnun og smíði Broil King®-gasgrillanna miðar öll að því að skila kjöti sem er grillað á fullkominn hátt. Hér er að finna upplýsingar og ábendingar um það hvernig þú finnur fullkomna kjötstykkið, notar kryddlöginn rétt og hvernig best er að grilla til að útkoman verði fullkomin í hvert einasta sinn.Grillleiðbeiningar - Steikur
 1. Sirloin-steik:

  Hluti af mjóu ræmunni á hryggnum gefur mjúkt, vel fitusprengt og bragðmikið nautakjöt sem hentar frábærlega til að grilla. Þar sem sirloin-steikin er tekin úr heilum vöðva grillast hún jafnt og hana er hægt að hafa ½ til 2 cm þykka eða jafnvel þykkari.


 2. Nautalund

  Nautalundin er óvenju meyrt kjöt. Lundin sjálf liggur alveg upp við hrygginn að innanverðu. Þessi vöðvi er afar sjaldan notaður og því er kjötið einstaklega meyrt. Þegar lundin er skorin í sneiðar kallast þær nautamedalíur.


 3. T-Bone-steik

  T-Bone-steikin er skorin af hryggnum og er með T-laga beini sem skilur lundina frá hryggnum. T-Bone-steikur eru ekki jafn meyrar og Porterhouse-steikur en sérlega ljúffengar samt sem áður.


 4. Porterhouse-steik (spjaldhryggsneið)

  Porterhouse-steik er tekin af þykka hlutanum á hryggjarstykkinu. Steikin er með T-laga beini og vænum bita af lund. Þetta er stykki sem er mjög vinsælt í Norður-Ameríku.


 5. Rib Eye (beinlausar framhryggjarsneiðar)

  Þetta stykki er ýmist selt heilt eða í sneiðum. Þetta er eitt vinsælasta og safaríkasta kjöt sem fáanlegt er. Kjötið er afar meyrt og feitara en flest önnur stykki. Vegna þess hve fitusprengt það er verður Rib Eye-sneið sérlega meyr og safarík steik.


 6. Flankasteik

  Flankasteik er kjöt af kviðvöðvum nautgripa. Flankasteik er miklu seigari en lund eða Rib Eye og þess vegna gera margar uppskriftir ráð fyrir því að þetta kjöt sé marínerað eða brasað.


 7. MJAÐMASNEIÐAR

  Mjaðmasneiðarnar eru skornar við mjóhrygginn, á milli hryggjarstykkisins og lundarinnar. Þessi hluti er bæði seldur heill, í smærri bitum og í sneiðum. Þetta er sérlega meyrt, mjög bragðmikið og magurt kjöt sem bragðast best þegar það fær að hanga.

Nú hefur þú áttað þig betur á nokkrum vinsælustu hlutum nautsins og þá er kominn tími til að kynna sér annað, engu síður girnilegt mál ... kryddlöginn!

Kíktu á þessa grillfylgihluti.