archive

Kalkúnabringa, fyllt með Brie-osti, eplasmjöri, salvíu og hráskinku

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   1 heil kalkúnabringa, úrbeinuð og þverskorin, með hamnum 100 g Brie-ostur, án skorpu, skorinn í sneiðar (kælið ostinn vel til að auðvelda skurðinn) 2 msk eplamauk U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð 6 þunnar hráskinkusneiðar   Aðferð …

Kalkúnabringa, fyllt með Brie-osti, eplasmjöri, salvíu og hráskinku Read More »

„Bjórdósarkjúklingur“

Gufan af bjórnum gerir kjötið mjög meyrt og hár grillhiti gerir haminn stökkan og ljúffengan. Kjúklingurinn verður fullkominn í hvert skipti. Hollráð: Gætið þess að fuglinn standi tryggilega á dósinni áður en grillinu er lokað, annars getur hann oltið um koll og allur bjórinn runnið úr dósinni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn af …

„Bjórdósarkjúklingur“ Read More »

Kjúklingaspjót með piparbragði

Þessi spjót má bera fram með hrísgrjónum eða á Romain-salatbeði, skreytt með gúrku og myntu.   Hráefni   U.þ.b. 700 g kjúklingabringur, beinlaus og hamflett, skorin í helminga 1 msk heil, svört piparkorn 1 msk heil, græn piparkorn 1 tsk flögusalt 4 hvítlauksgeirar, saxaðir 4 msk ólífuolía 2 msk fiskisósa Safi og börkur úr 2 …

Kjúklingaspjót með piparbragði Read More »

Sikileyskur grillkjúklingur

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   4 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 tsk flögusalt 2 msk smjör, við stofuhita 1/2 tsk sterk piparsósa Tæplega 2 kíló af kjúklingi í bitum Safi úr 2 sítrónum Safi og börkur úr 2 appelsínum Rúmlega 1 dl ólífuolía …

Sikileyskur grillkjúklingur Read More »

Sítrónukjúklingur

Þetta er magur kryddlögur með súrum keim sem hentar líka mjög vel fyrir fisk og svínakjöt.   Hráefni   4 kjúklingabringur, hamflettar og úrbeinaðar Safi úr 1 sítrónu 2 tsk ólífuolía 1 hvítlauksgeiri 1/2 tsk þurrkað óreganó Cayennepipar á hnífsoddi   Aðferð   Blandið öllum hráefnunum saman í sterkum plastpoka sem hægt er að loka. …

Sítrónukjúklingur Read More »

Grillaður kalkúnn – á grillteini

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   Grillteinninn er rafknúinn og því ætti ekki að nota hann þegar rignir eða snjóar. Munið að hafa álbakka undir fuglinum. Setjið álbakkann beint undir kalkúninn og setjið í hann vatn, 3-5 cm djúpt, og bætið trönuberja- …

Grillaður kalkúnn – á grillteini Read More »

Grillaður kalkúnn – álbakkaaðferðin

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.   Hráefni   Skolið fuglinn vandlega með köldu vatni og þerrið hann með eldhúspappír. Penslið kalkúninn létt með jurtaolíu og fyllið hann. (Hægt er að elda umframfyllingu sér.) Eldunartíminn er um það bil 20-40 mínútur á kíló (tíminn lengist …

Grillaður kalkúnn – álbakkaaðferðin Read More »

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

 

Hráefni

 

  • Skolið fuglinn vandlega með köldu vatni og þerrið hann með eldhúspappír. Penslið kalkúninn létt með jurtaolíu og fyllið hann. (Hægt er að elda umframfyllingu sér.) Eldunartíminn er um það bil 20-40 mínútur á kíló (tíminn lengist ef kalt er í veðri). Notið ævinlega álbakka.

 

Aðferð

 

  1. Fjarlægið upphitunargrindina efst í grillinu. Fjarlægja grillgrindina og setjið álbakkann ofan á Flav-R-Wave-bragðburstirnar. Staðsetjið bakkann þannig að hann sé beint undir kalkúninum. Fyllið bakkann af trönuberjasafa eða trönuberja- og eplasafa. Þegar vökvinn byrjar að sjóða niður er bætt á með vatni.
  2. Settu grillgrindurnar aftur á sinn stað. Forhitið grillið í 5 mínútur og stillið því næst báða brennarana á „LOW“. Leggið kalkúninn á steikargrind ef til er – það auðveldar þér að færa kalkúninn á grillið og af því Setjið kalkúninn á grillgrindina miðja. Lokið grillinu.
  3. Lítið eftir kalkúninum á hálftíma fresti. Látið álbakkann aldrei þorna. Þegar fyllt er á álbakkann með safa eða vatni skal gæta þess að nota heitan eða sjóðandi vökva til að hitastigið í grillinu lækki ekki.
  4. Takið kalkúninn af grillinu þegar kjöthitamælirinn sýnir 82-85°. Látið kalkúninn standa í 15-20 mínútur áður en hann er skorin. Þannig tekur kjötið vel í sig safa og það auðveldar skurðinn.