archive

Kryddað kjúklingasalat

Þetta frábæra salat er dálítið tímafrekt en fullkomlega ómaksins virði. Frábær og sumarlegur hádegisréttur.   Hráefni   U.þ.b. 700 g kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar, skornar í helminga U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía 1/2 tsk malað broddkúmen 1/2 tsk paprikuduft 3 hvítlauksgeirar, saxaðir 2 meðalstórir kúrbítar, sneiddir langsum 2 rauðlaukar í þykkum sneiðum 4 rauðar paprikur, ristaðar …

Kryddað kjúklingasalat Read More »

Taílenskt nautakjötssalat með límónu- og engifersósu

Þetta frísklega salat auðveldar þér að halda hitaeiningafjöldanum í skefjum!   Hráefni   U.þ.b. 350 g nautakjöt, af mjórri enda hryggjarins 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk límónubörkur 2 tsk asísk chilisósa 1 tsk sesamolía 2 msk nýkreistur límónusafi 1 tsk ferskt engifer, saxað 1 msk sojasósa 3 meðalstórir skalottlaukar, …

Taílenskt nautakjötssalat með límónu- og engifersósu Read More »

Kryddjurtakjúklingur í pítubrauði með kóríanderpestói

Einnig er hægt að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum eða pasta, í stað pítubrauðs.   Hráefni   2 kjúklingabringur, hamflettar og úrbeinaðar 1 msk ólífuolía og 1 óreganóstilkur 1 tímíanstilkur, saxaður 1 rósmarínstilkur, saxaður 3 hvítlauksgeirar, saxaðir Saltið og piprið eftir smekk 1/2 gult dverggrasker eða kúrbítur, skorinn í fjórðunga 3/4 dl kóríander, saxaður 2 …

Kryddjurtakjúklingur í pítubrauði með kóríanderpestói Read More »

Kryddað gulrótarsalat

Þetta er ekki grilluppskrift en fer mjög vel með grilluðu kjöti, svo okkur fannst rétt að láta hana fylgja með. Þetta meðlæti er upplagt að gera með góðum fyrirvara þar sem það geymist vel í kæli í 1-2 daga.   Hráefni   2 sítrónur, nýkreistar 1 msk eplaedik 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1/4 tsk cayennepiparduft 1/2 …

Kryddað gulrótarsalat Read More »

Muskoka-salat

Sæta bragðið í þessu litríka salati gerir það að frábæru meðlæti með grillaðri kjúklingabringu.   Hráefni   U.þ.b. 1 dl möndluflísar 1 msk sykur 1 msk sítrónusafi 1 tsk hunang 1 msk estragonedik 1 tsk Dijon-sinnep Rúmlega 1 dl ólífuolía Salt og pipar eftir smekk 5 vorlaukar í þunnum sneiðum U.þ.b. 2 dl appelsínubátar 2 …

Muskoka-salat Read More »

Kjúklingasúpa með tortillaflögum

Þetta er réttur sem sérlega fljótlegt er að útbúa. Annað okkar grillaði kjúklingalærin og tortillurnar en hitt sneiddi grænmetið og útbjó súpuna. Þegar niðurskorin, grilluð kjúklingalærin voru komin í súpuna og hún farin að malla kláruðum við að ganga frá meðlæti og leggja á borð á 15 mínútum. Þetta var frábær máltíð sem smellpassaði sem …

Kjúklingasúpa með tortillaflögum Read More »

Súpa með ristaðri, rauðri papriku og jalapeño-aldinmauki

Súpuna og maukið er hægt að útbúa með dags fyrirvara. Hægt er að breyta uppskriftinni að súpunni og nota annað grænmeti í stað þess sem tilgreint er. Til dæmis mætti nota grillað „butternut“-grasker og grillaðan púrrulauk í stað papriku, en nota sömu aðgerð og tilgreind er að neðan. Notið hugmyndaflugið og nýtið það sem til …

Súpa með ristaðri, rauðri papriku og jalapeño-aldinmauki Read More »

Súpuna og maukið er hægt að útbúa með dags fyrirvara. Hægt er að breyta uppskriftinni að súpunni og nota annað grænmeti í stað þess sem tilgreint er. Til dæmis mætti nota grillað „butternut“-grasker og grillaðan púrrulauk í stað papriku, en nota sömu aðgerð og tilgreind er að neðan. Notið hugmyndaflugið og nýtið það sem til er í kæliskápnum!

 

Hráefni

 

  • 3 msk skalotlaukur, fínsaxaður
  • 1/2 tsk þurrkað tímían
  • 1 msk ósaltað smjör
  • 12 rauðar paprikur, ristaðar og saxaðar
  • U.þ.b. 75 cl kjúklingasoð
  • U.þ.b. 1 dl rjómi
  • Nýkreistur sítrónusafi, eftir smekk
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 3 jalapeño-aldin, kjarnhreinsuð og skorin í teninga
  • 1 stór hvítlauksgeiri, saxaður
  • 1/2 tsk salt
  • U.þ.b. 1 dl sýrður rjómi
  • U.þ.b. 1 dl rjómi

 

Aðferð

 

  1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Setjið paprikurnar á grillið og grillið á öllum hliðum þar til hýðið er sviðið. Takið af grillinu og látið kólna á bretti. Þegar paprikurnar hafa kólnað er sviðið hýðið fjarlægt, stilkur og fræ tekin burtu og aldinkjötið saxað.
  2. Bræðið smjörið í stórum járnpotti eða kastarholu á hliðarbrennaranum við vægan hita. Bætið skalottlauk og tímían saman við og hrærið í þar til laukurinn mýkist. Hrærið paprikunni og kjúklingasoðinu saman við og látið sjóða undir loki þar til paprikurnar eru orðnar vel soðnar, eða í 15 mínútur.
  3. Maukið blönduna í nokkrum skömmtum, í matvinnsluvél eða blandara, þar til hún er alveg slétt. Hellið maukaðri súpunni í hreinan pott og pískið rjómann saman við hana. (Ef súpan á að vera þynnri má bæta við kjúklingasoði). Kryddið með salti, pipar og sítrónusafa eftir smekk.
  4. Útbúið jalapeño-maukið með því að mauka jalapeño-aldin, salt, hvítlauk, sýrðan rjóma og rjóma í matvinnsluvél eða blandara. (Ef maukið er blandað of lengi getur rjóminn skilið sig). Sigtið blönduna í fíngerðu sigti yfir lítilli skál.
  5. Berið jalapeño-maukið fram við stofuhita og hitið súpuna upp sér. Ausið súpunni í skálar og setjið skeið af maukinu í hverja skál.