Hin fullkomna steik


Broil King Uppskriftir Hin fullkomna steik

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 4 kjötsneiðar (gjarnan sirloin-steikur), 2 1/2 cm á þykkt
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir eða pressaðir
 • 1 msk Worcestershire-sósa
 • 2 msk balsamedik
 • nýmalaður pipar
 • 2 tsk Dijon-sinnep
 • 2 msk sojasósa
 • 2 msk ólífuolía

Aðferð

 1. Snyrtið alla fitu af kjötsneiðunum Blandið hinum hráefnunum saman og setjið í sterkan plastpoka sem hægt er að loka.
 2. Látið kjötið liggja í kryddleginum í 1 klukkustund við stofuhita, eða allt að sólarhring í kæliskáp. Ef kjötið er látið liggja í leginum í kæliskáp þarf að láta það standa við stofuhita í minnst hálftíma áður en það er grillað.
 3. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Penslið grindina með olíu. Fylgið leiðbeiningunum í „Leiðbeiningar fyrir fullkomna grillsteikingu“.


Kíktu á þessa fylgihluti.