Kryddlegin flankasteik


Broil King Uppskriftir Kryddlegin flankasteik

Flankasteik er magurt stykki af nauti sem er líka afar bragðmikið og gott. Þessi einfalda uppskrift er í tveimur þrepum: Fyrri daginn er kryddlögurinn útbúinn og þann seinni er steikin elduð. Þetta er frábært dæmi um þá stresslausu og þægilegu grillupplifun sem þetta gasgrill býður upp á.

Hráefni

 • Flankasteik, um það bil 700 g
 • 4 msk sojasósa
 • 4 msk sykur
 • 1 tsk sesamolía
 • 1 msk límónusafi
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 msk ferskt engifer, saxað
 • 1 tsk asísk chilisósa
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar

Aðferð

 1. Skolið flankasteikina og þerrið hana vel. Skerið nokkuð gróft tíglamynstur í kjötið til að kryddlögurinn smjúgi vel inn í það.
 2. Blandið hinum hráefnunum saman og setjið í sterkan plastpoka sem hægt er að loka. Setjið kjötið í kryddlöginn, lokið pokanum og látið það standa í leginum í sex klst. eða yfir nótt og snúið því 2-3 sinnum.
 3. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með olíu til að kjötið festist ekki við hana. Setjið flankasteikina á heita grindina og lækkið hitann í „MEDIUM“. Grillið í um það bil 5 mínútur á hvorri hlið, ef kjötið á að vera meðalsteikt. Leyfið steikinni að hvíla í 3-5 mínútur áður en hún er skorin.
 4. Á meðan er kryddleginum hellt í lítinn, þykkbotna pott á hliðarbrennaranum, suðan látin koma upp og sósan látin sjóða í 2-3 mínútur.
 5. Skerið steikina í þunnar sneiðar á ská, gegn vöðvatrefjunum. Dreypið loks kryddlagarsósunni yfir kjötið.


Kíktu á þessa fylgihluti.