Framhryggur af nauti á teini


Broil King Uppskriftir Framhryggur af nauti á teini

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • U.þ.b. 4,5 kg framhryggjarstykki af nauti, rúllað upp og bundið saman
 • 5 hvítlauksgeirar í þunnum sneiðum
 • 6 msk Dijon-sinnep
 • 2 msk ferskt tímían, saxað
 • 1 msk malaður svartur pipar

Aðferð

 1. Skerið hvítlaukinn í þunnar sneiðar og þrýstið þeim inn í steikina. Blandið saman Dijon-sinnepi, tímían og pipar og nuddið blöndunni á steikina. Stingið grillteininum gegnum miðja steikina og festið með göfflum. Gangið úr skugga um að teinninn sé í miðju kjötinu.
 2. Fjarlægið grillgrindina og komið teininum fyrir á snúningsbúnaðinum. Látið þyngri hliðina á kjötinu snúast niður á við. Stillið mótvægið þannig að það sé staðsett við þyngsta hluta kjötstykkisins. Herðið handfangið á teininum.
 3. Hellið vökva í álbakka og setjið undir steikina. Við mælum með að setja rauðvín eða vatn í bakkann.
 4. ATHUGIÐ! Ef grillið er ekki með grillteini er hægt að grilla framhryggjarstykkið beint á grindinni. Setjið álbakka undir grillgrindina, fyllið það af vökva og forhitið grillið með því að stilla á „MEDIUM“. Stillið hitann á „MEDIUM/LOW“ og setjið framhryggjarstykkið á grillgrindina fyrir ofan álbakkann. Lokið grillinu. Fylgist vel með vökvamagninu í bakkanum og gætið þess að vökvinn gufi ekki alveg upp.
 5. Grillið á „MEDIUM“ í 3 og 1/2 klukkustund eða þar til kjöthitamælir sýnir 60°.
 6. Látið standa í 20 mínútur áður en steikin er skorin.


Kíktu á þessa fylgihluti.