Austurlenskar kálfakótilettur


Broil King Uppskriftir Austurlenskar kálfakótilettur

Þessar kótilettur eru sérlega meyrar, með miklu og sætu kryddbragði.

Hráefni

 • U.þ.b. 7,5 cl þurrt sérrí
 • 4 msk ostrusósa
 • 4 msk hunang
 • 2 tsk asísk chilisósa
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 2 msk ferskt engifer, saxað
 • U.þ.b. 1 dl kóríander, saxaður
 • 4 kálfakótilettur

Aðferð

 1. Setjið fyrstu 6 hráefnin í glerskál eða sterkan plastpoka sem hægt er að loka og blandið vel saman. Leggið kálfakótiletturnar í löginn og marínerið þær í 15 mínútur við stofuhita eða allt að 6 klukkustundir í kæliskáp.
 2. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með olíu til að kjötið festist ekki við hana. Setjið kálfakótiletturnar á grillið og lækkið hitann í „MEDIUM“. Lokið grillinu og grillið áfram í 10–15 mínútur, snúið þegar tíminn er hálfnaður. Setjið kótiletturnar á fat og skreytið með söxuðum kóríander.
 3. Hellið afganginum af kryddleginum í pott og setjið pottinn á hliðarbrennarann. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2-3 mínútur. Berið fram með kótilettunum.


Kíktu á þessa fylgihluti.