Fajitas með nautakjöti


Broil King Uppskriftir Fajitas með nautakjöti

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 250 g beinlaust nautakjöt, af lund eða læri, í mjóum strimlum
 • 1/4 stór, hvítur laukur í mjóum strimlum
 • 1/2 meðalstór græn paprika í mjóum strimlum
 • 1/2 meðalstór rauð paprika í mjóum strimlum
 • 2 sneiðar fersk límóna
 • 4 tortillur (20 cm)
 • 4 msk sýrður rjómi
 • 4 msk salsasósa

Fajita kryddblanda
 • Setjið eftirfarandi í litla skál og blandið vel saman:
 • 1 msk chiliduft
 • 1 tsk malað broddkúmen
 • 1/2 tsk malað óreganó
 • 1/2 tsk hvítlaukssalt
 • 2 msk vatn

Aðferð

 1. Hitið grillið í 200°. Setjið á meðan nautakjöt, lauk, papriku og fajitakryddblöndu í stóran plastpoka sem er hægt að loka. Látið blandast vel.
 2. Setjið fajitapönnuna á forhitað grillið. Þegar pannan er vel heit er hún pensluð með matarolíu og kjötinu og grænmetinu dreift á hana. Steikið í 4-6 mínútur, eða þar til kjötið er næstum gegnumsteikt og grænmetið farið að verða stökkt. Takið fajitapönnuna af grillinu með handfanginu og setjið hana á planka. Kreistið ferska límónu yfir kjötið og grænmetið.
 3. Setjið kjöt og grænmeti með skeið á miðjuna á hverri tortillu. Setjið sýrðan rjóma og salsasósu ofan á hverja tortillu og bætið við áleggi eftir smekk. Brjótið tortilluna þétt saman.


Kíktu á þessa fylgihluti.