Nautalundin hennar mömmu


Broil King Uppskriftir Nautalundin hennar mömmu

Safarík nautalund sem minnir á steikina hennar mömmu, nema kannski enn betri. Engar áhyggjur, við segjum engum frá.

Hráefni

 • Nautalund, 3 kg, 10-12,5 cm í þvermál
 • 2 tsk sinnepsduft
 • 1 1/2 dl frönsk salatsósa

Aðferð

 1. 12-24 klukkustundum fyrir matreiðslu er lundin skoluð og þerruð vandlega. Stráið sinnepsdufti yfir kjötið og hellið salatsósunni yfir. Leggið kjötið í glerfat, þekið vel með plastfilmu og látið standa í kæliskáp. Kjötið á að vera við stofuhita þegar það er grillað svo það verður að taka það út á meðan grillið er undirbúið.
 2. Forhitið grillið í 10-15 mínútur með því að stilla á „HIGH“. Lækkið hitann í „MEDIUM“. Penslið grindina með ólífuolíu. Setjið nautalundina beint á grillið í 30°-45° horni í 20 mínútur og færið það til um þriðjung af hring á 6 og 1/2 mínútu fresti.
 3. Takið lundina af grillinu og leggið hana á fat. Þekið með álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í 20 mínútur.
 4. Setjið lundina aftur á grillgrindina, í þetta sinn í 30° gagnstæðu horni, og grillið á hinni hliðinni. Grillið í 20 mínútur og færið kjötið til um þriðjung af hring á 6 og 1/2 mínútu fresti. (Ausið leginum úr fatinu yfir kjötið.)
 5. Setjið nautalundina á skurðarbretti og breiðið álpappír og viskastykki yfir til að halda henni heitri.
 6. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið.
 7. Berið fram með uppáhalds sósunni og meðlætinu.
 8. Gerið fjölskyldu og vini orðlaus af aðdáun með þessari einföldu og góðu uppskrift.


Kíktu á þessa fylgihluti.