Glóðborgarar


Broil King Uppskriftir Glóðborgarar

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1 kg magurt nautahakk
 • 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
 • 2 dl Cheddar-ostur, meðalsterkur
 • 1 tsk salt
 • 3/4 dl kóríander, saxaður
 • 2 jalapeño-aldin, smátt skorin
 • 1 tsk límónusafi
 • 8 hamborgarabrauð

Aðferð

 1. Blandið nautahakkinu varlega saman við kryddið (notið fingurgómana) og ostinn í stórri skál. Mótið 8 borgara.
 2. Forhitið grillið á „MEDIUM/HIGHT“ og penslið eða úðaið grindurnar með jurtaolíu. Setjið borgarana á grillið og steikið þá í 2 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann í „LOW“ og steikið borgarana í 2 mínútur í viðbót á hvorri hlið. Borgararnir eiga að vera fulleldaðir en þó safaríkir.
 3. Setjið brauðin á grillið þegar það eru 2 mínútur eftir af grilltímanum og léttgrillið þau.


Kíktu á þessa fylgihluti.