Pylsur með kryddmauki úr mangó og fennikku


Broil King Uppskriftir Pylsur með kryddmauki úr mangó og fennikku

Hægt er að prófa sig áfram með bragðið af kryddmaukinu með því að nota mismunandi krydd. Til dæmis er hægt að nota kóríander í stað steinselju til að ná fram asískum blæ. Til að auka hitann í bragðinu er hægt að bæta við nokkrum jalapeño-aldinum í teningum. Nýlagað kryddmauk fer sérlega vel með öllu krydduðu kjöti.

Hráefni

 • 2 mangó, smátt skorin
 • 1 kg af ítalskri pylsu
 • 2 tsk fersk steinselja, söxuð
 • 1 msk rautt chili í teningum
 • 2 tsk hunang
 • 1/2 rauðlaukur í teningum
 • 1/2 fennikka í teningum
 • 1 tsk límónusafi
 • Salt á hnífsoddi

Aðferð

 1. Stillið grindurnar í hallandi stöðu til að fitan geti runnið af þeim. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindurnar með matarolíu. Setjið pylsurnar á grillið og lækkið hitann. Grillið á stillingunni „LOW“ í um það bil 10 mínútur á hvorri hlið.
 2. Blandið öðrum hráefnum í kryddmaukið saman. Kælið fram að notkun.
 3. Skerið grillaðar pylsurnar í sneiðar skáhallt og berið fram með kryddmaukinu.


Kíktu á þessa fylgihluti.