Reyktar svínakótilettur með karabískum keim


Broil King Uppskriftir Reyktar svínakótilettur með karabískum keim

Chipotle-piparaldin er reykt jalapeño-aldin og nú orðið fæst það í flestum matvöruverslunum. Þau eru seld í dósum eða krukkum í adobo-sósu. Hellið innihaldi dósarinnar í blandara eða matvinnsluvél og maukið.

Hráefni

 • 1/2 tsk malað allra handa krydd
 • 1/2 tsk malaður negull
 • 1/2 tsk möluð kóríanderfræ
 • 1/2 tsk malaður kanill
 • 2 tsk eplasmjör
 • 2 msk chipotle-piparaldin, maukuð í adobo-sósu
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 msk Worcestershire-sósa
 • 2 msk hunang
 • 2 msk sojasósa
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 tsk rifinn appelsínubörkur
 • 4 þykkar svínakótilettur
 • U.þ.b. 1 dl kóríander, saxaður
 • 2 bollar viðarspænir fyrir reykinguna, bleyttur og þerraður

Aðferð

 1. Setjið fyrstu 12 hráefnin í glerskál eða sterkan plastpoka sem hægt er að loka og blandið vel saman. Leggið svínakótiletturnar í löginn og marínerið þær í 30 mínútur við stofuhita eða allt að 6 klukkustundir í kæliskáp.
 2. Setjið rakann viðarspóninn í reykbox eða pakkið honum inn í álpappír og leggið spóninn beint ofan á Flav-R-Wave-bragðburstirnar.
 3. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með olíu til að kjötið festist ekki við hana.
 4. Setjið kótiletturnar á grillið og geymið kryddlöginn. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og lokið grillinu. Grillið í 5 mínútur á hvorri hlið, takið kótiletturnar af grillinu og dreifið söxuðum kóríander yfir þær.
 5. Hellið afganginum af kryddleginum í pott og setjið pottinn á hliðarbrennarann. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 2-3 mínútur. Bjóðið sem meðlæti fyrir þá sem vilja hafa bragðið enn kryddaðra!
 6. Berið fram með bökuðum kartöflum og spínatsalati.


Kíktu á þessa fylgihluti.