Klettafjallaflesk


Broil King Uppskriftir Klettafjallaflesk

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1 tsk fersk steinselja, söxuð
 • U.þ.b. 1,5 dl nýkreistur sítrónusafi
 • 1 dl sojasósa
 • 6 msk hunang
 • 2 litlir skalottlaukar, afhýddir og skornir í helminga
 • 2 stórir hvítlauksgeirar, afhýddir og skornir í helminga
 • 2 lárviðarlauf, mulin
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk nýmalaður, svartur pipar
 • 1 tsk sinnepsduft
 • 1 msk ferskt engifer, saxað
 • U.þ.b. 1,5 kg grísalund

Aðferð

 1. Setjið lundina í plastpoka sem hægt er að loka.
 2. Setjið sítrónusafa, sojasósu, hunang, skalottlauk, hvítlauk, lárviðarlauf, salt, pipar, sinnep og steinselju í matvinnsluvél (með hnífum) og blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir lundina. Snúið lundinni til að þekja hana vel. Lokið pokanum og látið lundina standa í kryddleginum í kæliskáp yfir nótt.
 3. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Penslið grindina með jurtaolíu. Setjið lundina á heita grillgrindina og lækkið hitann í „MEDIUM/LOW“. Grillið kjötið, snúið því á 5 mínútna fresti og látið það brúnast vel á báðum hliðum. Heildargrilltíminn er um það bil 20 mínútur. Látið kjötið standa í 5 mínútur til að safinn setjist vel og skerið það því næst í sneiðar.
 4. Á meðan kjötið er eldað er afganginum af kryddleginum hellt í pott á hliðarbrennarann. Látið löginn sjóða niður í um það bil 5 mínútur. Berið fram með grísalundinni.


Kíktu á þessa fylgihluti.