Grillsamloka með rifnu svínakjöti („pulled pork“)


Broil King Uppskriftir Grillsamloka með rifnu svínakjöti („pulled pork“)

Rifið svínakjöt, eða „pulled pork“ er rómað góðgæti frá Suðurríkjum Bandaríkjanna! Svínahnakkastykki er grillað lengi á lágum hita, rifið í sundur og borin fram með grillsósu með súrum keim. Hnakkastykkið er nokkuð seigt og þarfnast því langrar eldunar á grillinu, frá 5 og upp í 8 klukkustundir.

Hráefni

 • 1 stórt hnakkastykki
 • U.þ.b. 2,5 kg, með beini og fitu
 • Rúmlega 1 dl af þurrkryddkryddblöndu með sítrónu og chili
 • U.þ.b. 3 dl grillsósa (má sleppa)
 • 8 stórar brauðbollur með stökkri skorpu
 • U.þ.b. 1/2 dl viðarspænir úr eplaviði eða hikkoríuviði

Aðferð

 1. Stráið kryddblöndunni yfir kjötið og nuddið henni vel yfir allt stykkið. Látið kjötið standa í 1 klukkustund til að kryddið geti smogið inn í það.
 2. Leggið viðarspæni í bleyti í vatn minnst 1 klukkustund áður en kveikt er á grillinu. Ef nota á reykbox er því komið fyrir undir grillgrindinni, en einnig er hægt að vefja spóninn inn í álpappír. Stingið 8-10 göt á álpappírinn með stórum gaffli. Hnakkastykkið er grillað á óbeinum hita og því skal leggja álbakka ofan á Flav-R-Wave-bragðburstirnar, hægra megin undir grillgrindinni. Leggið reykboxið eða álpappírsböggulinn vinstra megin undir grillgrindinni.
 3. Lokið grillinu og forhitið með því að stilla á „HIGH“, þar til farið er að rjúka úr spæninum, í u.þ.b. 15 mínútur. Haldið hitanum eins lágum og hægt er, eða á bilinu milli 120-150°.
 4. Setjið á grillið hnakkastykkið með fituna upp yfir álbakkanum, hægra megin á grillinu, en þar er slökkt á brennaranum. Grillið hægt við langan hita. Til að halda hitastiginu nálægt 120° þarf hugsanlega að lækka hitann í „MEDIUM“. Grillið í 4-7 klukkustundir, eða þar til kjarnhitinn í kjötinu er orðinn u.þ.b. 75°. Þá er kjötið orðið svo meyrt að það er hægt að rífa það í sundur með gaffli!
 5. Þekið með álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í 15 mínútur. Rífið kjötið eða skerið í mjóa strimla og berið fram á nýbökuðum brauðbollum með uppáhalds sósunni.


Kíktu á þessa fylgihluti.