Souvlaki í pítubrauði með tzatziki


Broil King Uppskriftir Souvlaki í pítubrauði með tzatziki

Þetta er ljúffeng grillsamloka sem er upplagður hádegisverður eða léttur kvöldverður. Ef tíminn er knappur er hægt að nota tilbúið tzatziki í stað þess að gera það frá grunni.

Hráefni

 • 600 beinlausar grísahryggsneiðar, skornar í 2 cm teninga
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
 • 2 tsk þurrkað óreganó
 • 1 tsk þurrkað tímían
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • U.þ.b. 2 dl venjuleg, hrein jógúrt
 • 1/2 agúrka, flysjuð, kjarnhreinsuð og fínsöxuð
 • 1 stór hvítlauksgeiri, saxaður
 • 1 tsk nýkreistur sítrónusafi
 • 1 tsk ferskt dill, saxað
 • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk
 • 4 pítubrauð, skorin í helminga

Aðferð

 1. Blandið kryddlöginn með því að píska saman ólífuolíu, sítrónusafa, óreganó, tímían og hvítlauk í glerskál. Setjið kjötið í teningum saman við og látið standa í kæli í 6 klukkustundir, eða yfir nótt.
 2. Útbúið tsatziki með því að blanda saman jógúrt, agúrku, hvítlauk, sítrónusafa, dilli, salti og pipar. Látið standa í kæli í minnst 1 klukkustund til að bragðefnin blandist vel saman.
 3. Þræðið kjötbitana upp á málmspjót eða bambusspjót sem hafa legið í bleyti í 30 mínútur.
 4. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með jurtaolíu til að kjötið festist ekki við hana. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og setjið spjótin á grillið. Grillið í 4-6 mínútur á hvorri hlið, snúið einu sinni.
 5. Léttgrillið pítubrauðið á hvorri hlið, fyllið brauðið með kjötinu og berið fram með tzatziki.


Kíktu á þessa fylgihluti.