Kjúklingasalat með karrí


Broil King Uppskriftir Kjúklingasalat með karrí

Frískandi hádegisbiti á heitum sumardegi.

Hráefni

 • 4 kjúklingabringur, hamflettar og úrbeinaðar
 • U.þ.b. 3 dl steinlaus vínber, skorin í helminga
 • 1 haus Romain-salat, hreinsað og rifið
 • U.þ.b. 2 dl majónes
 • 1 tsk ferskt engifer, saxað
 • 1 msk karríduft
 • 1 tsk hunang
 • 1 msk límónusafi
 • 4 msk Dijon-sinnep
 • Ferskir ávextir til að skreyta með

Aðferð

 1. Grillið kjúklingabringurnar á „MEDIUM“ í 6 mínútur á hverri hlið. Látið bringurnar kólna og skerið þær síðan í munnbita.
 2. Blandið saman majónesi, engifer, karríi, hunangi og límónusafa. Blandið kjúklingnum saman við sósuna og setjið blönduna með skeið á beð af Romain-salati. Skreytið með vínberjahelmingum og öðrum ávöxtum sem eru ferskastir hverju sinni (t.d. jarðarberjum eða bláberjum) og stráið ristuðum möndlum yfir.


Kíktu á þessa fylgihluti.