Satay-kjúklingur með hnetusósu


Broil King Uppskriftir Satay-kjúklingur með hnetusósu

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1 msk púðursykur
 • 1 msk karríduft
 • 2 msk hnetusmjör
 • U.þ.b. 1 dl sojasósa
 • U.þ.b. 1 dl nýkreistur límónusafi
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • Saxaður chilipipar á hnífsoddi
 • 6 beinlausar og hamflettar kjúklingabringur, skornar í u.þ.b. 1 cm langa strimla
 • U.þ.b. 1 dl jarðhnetusmjör
 • U.þ.b. 3,5 dl kókosmjólk
 • U.þ.b. 1/2 dl nýkreistur límónusafi
 • 2 msk sojasósa
 • 2 msk púðursykur
 • 1 tsk ferskt engifer, rifið
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • Cayennepipar á hnífsoddi
 • U.þ.b. 1/2 dl kjötsoð
 • U.þ.b. 1/2 dl rjómi
 • Eitt kóríanderknippi

Aðferð

 1. Blandið púðursykri, karrídufti, hnetusmjöri, sojasósu, límónusafa, hvítlauk og söxuðum chilipipar saman í grunnri skál eða sterkum plastpoka sem hægt er að loka. Látið kjúklinginn liggja í leginum í 2 klukkustundir eða yfir nótt. Leggið grillspjót úr viði í bleyti á meðan, til að koma í veg fyrir að þau brenni við eldunina.
 2. Þræðið kjúklingastrimlana upp á spjótin í hlykkjum.
 3. Gerið hnetusósuna með því að blanda saman hnetusmjöri, kókosmjólk, sítrónusafa, sojasósu, púðursykri, engiferi, hvítlauk og cayennepipar í litlum potti og hita að suðu við meðalhita (á hliðarbrennaranum). Látið sjóða þar til sósan er álíka þykk og rjómi, eða um það bil 15 mínútur. Setjið sósuna í blandara eða matvinnsluvél og maukið hana. Bætið kjúklingasoði og rjóma út í og maukið þar til hún er mjúk og þykk. Látið sósuna ná stofuhita áður en hún er borin fram.
 4. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með jurtaolíu til að kjötið festist ekki við hana. Setjið kjúklingaspjótin á grillið og lækkið hitann í „MEDIUM“. Grillið í 6-8 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er ekki lengur bleikur innst. Snúið reglulega og penslið með kryddleginum. Dreifið söxuðum kóríanderlaufum yfir. Berið fram með hnetusósunni, við stofuhita.


Kíktu á þessa fylgihluti.