Grillaður kalkúnn - álbakkaaðferðin


Broil King Uppskriftir Grillaður kalkúnn - álbakkaaðferðin

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

  • Skolið fuglinn vandlega með köldu vatni og þerrið hann með eldhúspappír. Penslið kalkúninn létt með jurtaolíu og fyllið hann. (Hægt er að elda umframfyllingu sér.) Eldunartíminn er um það bil 20-40 mínútur á kíló (tíminn lengist ef kalt er í veðri). Notið ævinlega álbakka.

Aðferð

  1. Fjarlægið upphitunargrindina efst í grillinu. Fjarlægja grillgrindina og setjið álbakkann ofan á Flav-R-Wave-bragðburstirnar. Staðsetjið bakkann þannig að hann sé beint undir kalkúninum. Fyllið bakkann af trönuberjasafa eða trönuberja- og eplasafa. Þegar vökvinn byrjar að sjóða niður er bætt á með vatni.
  2. Settu grillgrindurnar aftur á sinn stað. Forhitið grillið í 5 mínútur og stillið því næst báða brennarana á „LOW“. Leggið kalkúninn á steikargrind ef til er - það auðveldar þér að færa kalkúninn á grillið og af því Setjið kalkúninn á grillgrindina miðja. Lokið grillinu.
  3. Lítið eftir kalkúninum á hálftíma fresti. Látið álbakkann aldrei þorna. Þegar fyllt er á álbakkann með safa eða vatni skal gæta þess að nota heitan eða sjóðandi vökva til að hitastigið í grillinu lækki ekki.
  4. Takið kalkúninn af grillinu þegar kjöthitamælirinn sýnir 82-85°. Látið kalkúninn standa í 15-20 mínútur áður en hann er skorin. Þannig tekur kjötið vel í sig safa og það auðveldar skurðinn.


Kíktu á þessa fylgihluti.