Grillaður kalkúnn - á grillteini


Broil King Uppskriftir Grillaður kalkúnn - á grillteini

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

  • Grillteinninn er rafknúinn og því ætti ekki að nota hann þegar rignir eða snjóar. Munið að hafa álbakka undir fuglinum. Setjið álbakkann beint undir kalkúninn og setjið í hann vatn, 3-5 cm djúpt, og bætið trönuberja- eða eplasafa saman við til bragðauka. Látið álbakkann ekki þorna.

Aðferð

  1. Leggið kalkúninn með bringuna niður og setjið fyllinguna í hann. Dragið húðina á hálsinum upp og yfir opið á hálsinum. Festið við húðina á bakinu með kjötnál. Festið nálina með kjötsnæri. Snúið bringunni upp. Bindið vængina upp að skrokknum. Það er mjög mikilvægt að binda kalkúninn upp með þessum hætti.
  2. Setjið grillgaffal upp á teininn. Stingið teininum í haminn á hálsinum, samsíða hryggjarbeininu, og látið hann ganga út beint fyrir ofan stélið. Setjið hinn grillgaffalinn upp á teininn. Þrýstið göfflunum upp að bringunni og stélinu. Athugið hvort fuglinn er í jafnvægi. Herðið skrúfurnar. Festið stélið tryggilega við teininn með snæri. Krossleggið leggina og bindið við stélið með snæri.
  3. Athugið jafnvægið/mótvægið. Losið handfangið á teininum til að mótvægislóðið geti hreyfst hindrunarlaust til. Setjið grillteininn inn gegnum grópirnar á hliðum grillsins. Látið þyngri hliðina á kjötinu snúast niður á við. Stillið mótvægið þannig að það sé staðsett við þyngsta hluta kjötstykkisins. Herðið handfangið á teininum. Fylgist reglulega með því hvort kalkúninn snýst jafnt og rétt við grillunina. Stillið mótvægið eftir þörfum.
  4. ATHUGIÐ! Ef grillið er með aftari brennara fyrir grillteininn skal ekki nota aðalbrennarann á meðan aftari brennarinn er í notkun.


Kíktu á þessa fylgihluti.