Sítrónukjúklingur


Broil King Uppskriftir Sítrónukjúklingur

Þetta er magur kryddlögur með súrum keim sem hentar líka mjög vel fyrir fisk og svínakjöt.

Hráefni

  • 4 kjúklingabringur, hamflettar og úrbeinaðar
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 2 tsk ólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1/2 tsk þurrkað óreganó
  • Cayennepipar á hnífsoddi

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í sterkum plastpoka sem hægt er að loka. Látið standa við stofuhita í 20 mínútur eða í kæliskáp í allt að 6 klukkustundir.
  2. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Setjið kjúklinginn á grillið, lækkið hitann í „MEDIUM“ og grillið í 12 mínútur. Snúið einu sinni þegar tíminn er hálfnaður.


Kíktu á þessa fylgihluti.