Sikileyskur grillkjúklingur


Broil King Uppskriftir Sikileyskur grillkjúklingur

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 tsk flögusalt
 • 2 msk smjör, við stofuhita
 • 1/2 tsk sterk piparsósa
 • Tæplega 2 kíló af kjúklingi í bitum
 • Safi úr 2 sítrónum
 • Safi og börkur úr 2 appelsínum
 • Rúmlega 1 dl ólífuolía
 • 2 msk appelsínulíkjör
 • 2 msk grillsósa
 • 2 dl svartar ólífur
 • 2 sítrónur, skornar í helminga, og steinselja til skrauts

Aðferð

 1. Maukið hvítlauk, salt, smjör og piparsósu saman í skál. Berið á kjúklingabitana, yfir og undir hamnum.
 2. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“, lækkið hitann í „LOW“ og penslið grindina með jurtaolíu eða ólífuolíu til að kjötið festist ekki við hana. Setjið kjúklingabitana á grillið og grillið þá í 30-45 mínútur. Snúið þeim nokkrum sinnum.
 3. Pískið á meðan sítrónu- og appelsínusafa, appelsínubörk, ólífuolíu, appelsínulíkjör og grillsósu saman í stórri skál. Setjið ólífurnar saman við.
 4. Setjið heita, nýgrillaða kjúklingabitana í skálina og vendið þeim í sósunni. Berið kjúklinginn fram með sósunni og ólífunum og skreytið með steinselju og sítrónuhelmingum.


Kíktu á þessa fylgihluti.