„Cornish game hens“ í kryddlegi úr jarðarberjaediki


Broil King Uppskriftir „Cornish game hens“ í kryddlegi úr jarðarberjaediki

„Rock cornish hen“ er vöðvamikill hænsnfugl. Fuglinn er alifugl en er þó með svolitlu villibráðarbragði og því fer kryddlögur úr ávöxtum vel við hann. Vel er hægt að nota venjulegan kjúkling í staðinn.

Hráefni

  • 2 „rock cornish hens“, í tveimur hlutum hvor fugl
  • Rúmlega 1 dl hvítvín
  • U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía
  • 2 skalottlaukar, grófsaxaðir
  • Rúmlega 1 dl ólífuolía
  • Safi úr 1/4 af sítrónu
  • Nýmalaður svartur pipar, eftir smekk

Aðferð

  1. Skolið fuglana og látið renna vel af þeim, þerrið svo með eldhúspappír. Kljúfið fuglana í tvennt á lengdina með þungum, beittum hníf.
  2. Blandið hinum hráefnunum saman í meðalstórri skál og pískið vel saman. Setjið fuglana í hvorn sinn plastpokann sem hægt er að loka og skipti kryddleginum jafnt á milli pokanna. Látið standa í kæliskáp í allt að 4 klukkustundir.
  3. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og berið olíu á grillgrindina. Setjið fuglinn á grillið með haminn niður og brúnið hann í 1-2 mínútur. Snúið fuglinum og brúnið á hinni hliðinni. Lokið grillinu, lækkið hitann í „LOW“ og grillið í 25 mínútur. Snúið fuglinum tvisvar á grilltímanum og penslið um leið.


Kíktu á þessa fylgihluti.