Kjúklingaspjót með piparbragði


Broil King Uppskriftir Kjúklingaspjót með piparbragði

Þessi spjót má bera fram með hrísgrjónum eða á Romain-salatbeði, skreytt með gúrku og myntu.

Hráefni

 • U.þ.b. 700 g kjúklingabringur, beinlaus og hamflett, skorin í helminga
 • 1 msk heil, svört piparkorn
 • 1 msk heil, græn piparkorn
 • 1 tsk flögusalt
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 4 msk ólífuolía
 • 2 msk fiskisósa
 • Safi og börkur úr 2 límónum

Aðferð

 1. Ef nota á viðarspjót þarf að leggja þau í bleyti í 2 klukkustundir fyrir notkun.
 2. Skerið kjúklinginn í 2,5 cm teninga.
 3. Setjið svörtu og grænu piparkornin á þurra pönnu og stillið á meðalhita. Hristið pönnuna og ristið piparkornin þar til piparkornin gefa frá sér sterka angan en hafa ekki brunnið. Malið piparkornin gróft í kryddkvörn eða mortéli. Setjið þau í grunna glerskál og bætið við salti, apríkósusultu, hvítlauk, fiskisósu og límónusafa. Geymið dálítið af límónuberki til að skreyta með og setjið afganginn í kryddlöginn. Blandið vel saman í klístrað mauk. Setjið kjúklinginn í skálina og hrærið vel þar til allir bitarnir eru vel þaktir.
 4. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og lækkið svo hitann í „MEDIUM“.
 5. Þræðið 4 kjúklingabita upp á hvern tein. Grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.


Kíktu á þessa fylgihluti.