„Bjórdósarkjúklingur“


Broil King Uppskriftir „Bjórdósarkjúklingur“

Gufan af bjórnum gerir kjötið mjög meyrt og hár grillhiti gerir haminn stökkan og ljúffengan. Kjúklingurinn verður fullkominn í hvert skipti. Hollráð: Gætið þess að fuglinn standi tryggilega á dósinni áður en grillinu er lokað, annars getur hann oltið um koll og allur bjórinn runnið úr dósinni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn af grillinu með grillhönskum og þá þarf að gæta þess að vökvinn í dósinni renni ekki úr henni, því hann getur verið mjög heitur. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið.

Hráefni

 • 1 heill kjúklingur (u.þ.b. 1,8–2 kg)
 • 1 bjórdós (33 cl)
 • 2 msk salt
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 3 matskeiðar af uppáhalds
 • þurrkryddblöndunni ykkar
 • 2 msk jurtaolía

Aðferð

 1. Snyrtið allan umframham og umframfitu af kjúklingnum og fjarlægið innyfli. Skolið fuglinn að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Nuddið kjúklinginn fyrst gætilega með olíu og því næst með salti, pipar og kryddblöndu, jafnt að innan sem utan. Setjið til hliðar. Forhitið grillið á „HIGH“.
 2. Opnið bjórdósina og hellið helmingnum af bjórnum. Setjið dósina í miðjuna á kjúklingastandinum. Haldið um lærin á fuglinum og smeygið honum upp á standinn, yfir dósinni.
 3. Slökkvið á brennaranum öðrum megin á grillinu og stillið brennarann hinum megin á „MEDIUM“. Setjið kjúklingastandinn á þá hliðina þar sem slökkt er á brennaranum, til að nota óbeina grillaðferð. Gætið þess að fuglinn standi tryggilega á standinum áður en grillinu er lokað.
 4. Grillið fuglinn á „MEDIUM“ (óbeinum hita) í um það bil 1 1/4 klukkustund, eða þar til bringukjötið nær kjarnhitanum 77°C. Í þykkasta hluta lærisins ætti kjarnhitinn að vera 83°C.
 5. Notið ofnhanska til að lyfta kjúklingnum gætilega af grillinu. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en það er skorið. Gætið þess að vökvinn í dósinni renni ekki úr henni, því hann getur verið mjög heitur. Skerið kjúklinginn og berið hann strax fram.


Kíktu á þessa fylgihluti.