Grillað focaccia með kjúklingi og grænmeti


Broil King Uppskriftir Grillað focaccia með kjúklingi og grænmeti

Þetta er hádegissamloka sem er skemmtilegt að „sérsníða“ fyrir hóp matargesta. Hægt er að nota kjöt, ost og margs konar álegg. Hér á eftir kemur vinsæl útfærsla.

Hráefni

 • 2 stórar kjúklingabringur, hamflettar og úrbeinaðar
 • 1 meðalstór laukur, í þykkum sneiðum
 • 1 rauð paprika
 • 1 stór portóbellósveppur
 • 1 lítill haus jöklasalat
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 msk pestó
 • U.þ.b. 100 g geitarostur
 • 4 sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla
 • 2 ætiþistlar í sneiðum
 • 2 dl alfalfa-spírur

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Setjið heilar, rauðar paprikur á grillið á meðan það er að hitna og snúið þeim reglulega þar til hýðið hefur allt sviðnað. Takið af grillinu, látið kólna og fjarlægið svo sviðið hýðið. Kjarnhreinsið paprikuna og saxið hana gróft.
 2. Penslið hitt grænmetið og kjúklingabringuna með ólífuolíu. Lækkið hitann í „LOW“, penslið grindina með ólífuolíu og setjið kjúklinginn og grænmetið á grillgrindina. Grillið kjúklinginn í 5 mínútur á hvorri hlið (eða þar til kjötið er hvítt í gegn) og grillið grænmetið þar til það er mjúkt að innan og stökkt að utan. Setjið á skurðarbretti og látið kólna. (Þetta má allt gera með dags fyrirvara.)
 3. Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar, skáhallt. Skerið portóbellósveppinn í sneiðar og hakkið jöklasalatið gróft. Takið laukinn sundur í hringi. Skerið foccaccia-brauð í helminga lárétt. Smyrjið annan helming hvers brauðs með pestói og hinn helminginn með mjúkum geitarosti. Setjið kjúklingasneiðar á pestóið og því næst grillað grænmeti, sólþurrkaða tómata og ætiþistla.
 4. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“. Penslið grillgrindina með olíu og leggið foccacia-brauðið á grillið, snúið því eftir 4 mínútur, eða þegar það er komið með grillrendur og orðið gullinbrúnt. Takið af hitanum, opnið samlokuna og stráið alfalfa-spírum og jöklasalati yfir. Leggið samlokuna saman og skerið í 8 hluta.


Kíktu á þessa fylgihluti.