Kjúklingur á grillteini með eplakeim


Broil King Uppskriftir Kjúklingur á grillteini með eplakeim

Í þessari uppskrift er notað eplasíder til að gera sósuna sæta og súra og það er bragð sem fer frábærlega með kjúklingi.

Hráefni

Hráefni
 • 1-2 1/2 kg kjúklingur
 • 8 hvítlauksgeirar, í sneiðum
 • 2 epli, skorin í fjórðunga
 • 6 tímíanstilkar

Soð af eplasíder með sveppum
 • 1 msk smjör
 • 1 msk jómfrúarólífuolía
 • 1/2 l villisveppir, saxaðir
 • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 3 stilkar ferskt tímían
 • 1/2 l ferskur eplasíder
 • 1/2 l kjúklingasoð, þar á meðal kjötsafi af kjúklingnum (sem rennur af á meðan hann er látinn hvíla)

Aðferð

 1. Fyllið kjúklingana með eplunum og þrýstið tímíani og hvítlauk undir haminn.
 2. Smellið á tengilinn til að fá leiðbeiningar um hvernig grilla á kjúklingana á grillteininum - Kjúklingur á grillteini.
 3. Látið kjúklinginn hvíla á steikarfati í 20 mínútur eftir að hann er tekinn af grillinu. Hellið kjötsafanum af til að nota í eplasídersósuna.
 4. Eplasídersoð: Blandið öllu hráefninu saman í skál.


Kíktu á þessa fylgihluti.