Kalkúnabringa, fyllt með Brie-osti, eplasmjöri, salvíu og hráskinku


Broil King Uppskriftir Kalkúnabringa, fyllt með Brie-osti, eplasmjöri, salvíu og hráskinku

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

  • 1 heil kalkúnabringa, úrbeinuð og þverskorin, með hamnum
  • 100 g Brie-ostur, án skorpu, skorinn í sneiðar (kælið ostinn vel til að auðvelda skurðinn)
  • 2 msk eplamauk
  • U.þ.b. 1/2 dl steinselja, söxuð
  • 6 þunnar hráskinkusneiðar

Aðferð

  1. Setjið kalkúnabringuna á skurðarbretti með haminn niður. Setjið ost í „vasana“ þar sem leggbeinin voru. Setjið eplasmjörið yfir í litlum bitum og stráið salvíu yfir. Leggið 2 hráskinkusneiðar yfir og leggið bringuhelmingana tvo saman. Á þeim hluta þar sem hamurinn nær ekki yfir bringuna skal leggja hinar hráskinkusneiðarnar yfir.
  2. Vefjið bringuna þétt á nokkrum stöðum á lengdina og breiddina með kjötsnæri.
  3. Forhitið grillið á „MEDIUM“/„HIGH“ í 10 mínútur, lækkið svo fremri brennarann á „LOW“ og slökkvið á miðjubrennaranum.
  4. Setjið kalkúninn á miðja efri grindina. Lokið grillinu og grillið í 1 klukkustund, snúið þegar grilltíminn er hálfnaður. Færið kalkúninn á neðri grindina, grillið áfram og snúið á 10-15 mínútna fresti þar til kalkúninn er stökkur á öllum hliðum og fulleldaður. Munið að nota kjöthitamæli og grillið þar til kjarnahitastigið er 75°C.
  5. Takið af grillinu, vefjið inn í álpappír og látið hvíla í 10-15 mínútur. Skerið í þykkar sneiðar og berið fram með trönuberjasósu.


Kíktu á þessa fylgihluti.