Laxasneiðar með sesamfræjum og sojasósu


Broil King Uppskriftir Laxasneiðar með sesamfræjum og sojasósu

Fljótlegur og flottur málsverður

Hráefni

 • 2 msk Dijon-sinnep
 • 3 msk púðursykur
 • 2 msk sojasósa
 • 1 tsk sesamolía
 • 1 msk vatn
 • 1 tsk sesamfræ, ristuð
 • 2 msk ólífuolía
 • Salt og pipar eftir smekk
 • 4 laxasneiðar

Aðferð

 1. Blandið fyrstu 5 hráefnunum á listanum saman. Forhitið grillið og lækkið svo hitann í „MEDIUM“. Penslið laxinn með ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk. Setjið fiskinn á grillgrindina, penslið með sojablöndunni og grillið í 5 mínútur. Snúið sneiðunum varlega, penslið með því sem eftir er af blöndunni og grillið í 5 mínútur í viðbót.
 2. Stráið ristuðum sesamfræjum yfir og berið fram strax.
 3. Ristið sesamfræin á lítilli pönnu við lágan hita og hrærið oft í, þar til þau eru gullinbrún.


Kíktu á þessa fylgihluti.