Bruschetta


Broil King Uppskriftir Bruschetta

Fljótlegur lystauki á pallinn.

Hráefni

 • 2 msk ólífuolía
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1 msk ferskt rósmarín, saxað
 • 16 brauðsneiðar
 • U.þ.b. 1/2 dl balsamedik
 • U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk pipar
 • 4 tómatar, kjarnhreinsaðir og saxaðir
 • U.þ.b. 1 dl fersk basilíka, söxuð

Aðferð

 1. Fyrir hvítlauksbrauðið er ólífuolíu, hvítlauk, salti, pipar og rósmaríni blandað saman. Penslið brauðið báðum megin með blöndunni og grillið í um það bil mínútu á hvorri hlið á „MEDIUM“. Færið upp og setjið á fat.
 2. Pískið á meðan edik, ólífuolíu, hvítlauk, salt og pipar vel saman. Blandið tómötunum saman við og setjið með skeið á grillað brauðið, stráið loks saxaðri basilíku yfir.


Kíktu á þessa fylgihluti.