Taílenskar grillrækjur


Broil King Uppskriftir Taílenskar grillrækjur

Ótrúlega fljótlegur og einfaldur forréttur! Venjuleg, taílensk sósa sem fæst í næstu matvöruverslun dugar prýðilega. Það má nota wok-pönnu ef hún er fyrir hendi, til að snöggsteikja rækjurnar á einfaldan hátt.

Hráefni

  • 1/2 kg rækjur, skelflettar og hreinsaðar
  • U.þ.b. 3 dl taílensk chilisósa
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk ferskt engifer, afhýtt og saxað
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir

Aðferð

  1. Blandið öllum hráefnunum í kryddlögin saman í plastpoka sem er hægt að loka og setjið rækjurnar í pokann. Setjið í kæli í minnst klukkustund og allt að fimm klukkustundir, áður en grillað er.
  2. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Burstið vel að grillgrindinni með stálbursta og penslið hana svo létt með jurtaolíu eða ólífuolíu. Setjið rækjurnar á grillið. Snúið þeim einu sinni á meðan grillað er. Eldunartíminn fer eftir stærð rækjanna en þegar þær verða mattar og kiprast svolítið saman eru þær fulleldaðar. Grillið ekki of lengi!
  3. Setjið á diska og berið fram, ásamt tannstönglum.


Kíktu á þessa fylgihluti.