Grillspjót með hvítum fiski og beikoni


Broil King Uppskriftir Grillspjót með hvítum fiski og beikoni

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

  • U.þ.b. 1/2 flak af hvítum fiski, skorið í bita
  • Rúmlega 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi
  • 1 tsk paprikuduft
  • 8 sneiðar beikon

Aðferð

  1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
  2. Blandið sítrónusafa og paprikudufti saman í grunnri glerskál. Setjið fiskinn saman við og hrærið í til að þekja hann vel. Skiptið beikonsneiðunum í tvennt um miðju og vefjið sneiðarnar um fiskstykkin. Þræðið stykkin upp á grillspjót (gott er að nota spjót með tvöföldum teinum).
  3. Lækkið hitann í „MEDIUM/LOW“. Setjið spjótin á grillgrindina og grillið, snúið eftir þörfum þar til fiskurinn er fulleldaður.


Kíktu á þessa fylgihluti.