Quesadillur með svartbaunum


Broil King Uppskriftir Quesadillur með svartbaunum

Frábær forréttur fyrir afslappaða máltíð undir beru lofti.

Hráefni

 • 2 dl svartbaunir, án vökva og skolaðar
 • 1 tómatur, kjarnhreinsaður og saxaður
 • 1 ristuð, rauð paprika, flysjuð og söxuð
 • 1 jalapeño-aldin, kjarnhreinsað og skorið í teninga
 • 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 • U.þ.b. 1 dl kóríander, saxaður
 • 2 msk vorlaukur, saxaður
 • U.þ.b. 3 dl rifinn Cheddar-ostur
 • U.þ.b. 1 dl fetaostur, mulinn
 • 6 stórar tortillakökur

Aðferð

 1. Setjið fyrstu 7 hráefnin í meðalstóra skál. Setjið baunablöndu á helminginn af hverri tortillu en gætið þess að hafa nokkurra sentimetra bil við jaðrana. Stráið osti yfir. Penslið jaðrana með vatni, vefjið tortillakökuna saman og þrýstið á hana til að loka henni vel.
 2. Forhitið grillið og penslið grindina með ólífuolíu. Grillið quesadillurnar á „MEDIUM“ í 2-3 mínútur á hverri hlið.
 3. Skerið þær í bita á bretti með pítsuskera eða beittum hnífi. Skreytið með ferskum kóríanderstilkum og berið fram.


Kíktu á þessa fylgihluti.