Lystauki úr hörpudiski með beikoni


Broil King Uppskriftir Lystauki úr hörpudiski með beikoni

Ef beikonið er forsteikt á hliðarbrennaranum verður það stökkara.

Hráefni

  • 2 msk repjuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 4 tsk nýmalaður svartur pipar
  • 1/2 kg hörpudiskur
  • 200 g beikon
  • Sítrónubátar

Aðferð

  1. Blandið olíu, sítrónusafa og pipar saman í stórri mælikönnu. Setjið hörpudiskinn saman við og látið standa í 30-60 mínútur.
  2. Skiptið beikonsneiðunum í tvennt, langsum og þversum. Vefjið beikoninu um kryddleginn hörpudiskinn og festið með tannstöngli.
  3. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með jurtaolíu til að kjötið festist ekki við hana. Grillið á „HIGH“ í 5-7 mínútur og snúið oft til að maturinn grillist jafnt.


Kíktu á þessa fylgihluti.