Satayspjót með nautakjöti


Broil King Uppskriftir Satayspjót með nautakjöti

Þetta er prýðilegur lystauki en má einnig bera fram sem aðalrétt, með hrísgrjónum.

Hráefni

 • 1/2 kg nautalund, skorin í 1/2 sentimetra þykkar sneiðar
 • 2 vorlaukar í sneiðum
 • 2 msk ferskt tímían
 • 1 tsk malað allra handa krydd
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1/2 tsk malaður kanill
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 msk ferskt engifer, saxað
 • 2 jalapeño-aldin, kjarnhreinsuð og skorin í teninga
 • U.þ.b. 1 dl Hoisin-sósa
 • U.þ.b. 1/2 dl jurtaolía
 • 2 msk sojasósa
 • 1 msk hrísgrjónaedik

Aðferð

 1. Leggið viðarspjót í bleyti í minnst 1 klukkustund fyrir notkun.
 2. Blandið öllum hráefnunum saman í glerskál eða í sterkum plastpoka sem hægt er að loka. Látið blandast vel.
 3. Þræðið kjötbitana upp á spjótin í hlykkjum. Setjið spjótin í kryddlöginn og látið standa í kæliskáp í 1-4 klukkustundir.
 4. Hitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og penslið grindina með jurtaolíu. Lækkið hitann í „MEDIUM“ og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, ef kjötið á að vera meðalsteikt.


Kíktu á þessa fylgihluti.