Croque Monsieur


Broil King Uppskriftir Croque Monsieur

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

  • 2 brauðsneiðar
  • 1 tsk Dijon-sinnep
  • 3 þunnar skinkusneiðar
  • 1 sneið af svissneskum osti
  • 1 egg
  • 1 msk mjólk
  • 1 msk smjör

Aðferð

  1. Takið grillgrindina úr og setjið steikarplötu í staðinn. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“.
  2. Smyrjið aðra brauðsneiðina með sinnepi. Setjið skinkuna á sneiðina og því næst ostinn. Setjið hina brauðsneiðina ofan á.
  3. Pískið egg og mjólk saman í djúpum diski. Veltið samlokunni upp úr eggjablöndunni og setjið hana beint á forhitaða, smurða steikarplötuna. Steikið þar til samlokan er gullinbrún öðrum megin og snúið henni. Steikið þar til osturinn bráðnar.


Kíktu á þessa fylgihluti.