Fljótlegar quesadillur


Broil King Uppskriftir Fljótlegar quesadillur

Ef þið viljið hafa kryddkeiminn svolítið mildari má nota milda eða meðalsterka salsasósu eða sleppa jalapeño-aldininu.

Hráefni

  • 4 stórar tortillur
  • 1 msk ólífuolía
  • Rúmlega 1 dl sterk salsasósa
  • 4 vorlaukar, saxaðir
  • 1 jalapeño-aldin, kjarnhreinsað og skorið í teninga
  • U.þ.b. 100 g af mildum, rifnum osti

Aðferð

  1. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“. Blandið salsasósu, lauk og jalapeño-aldini saman í lítilli skál. Penslið hverja tortillu létt með ólífuolíu. (Penslið þá hlið á kökunum sem á að snúa út). Dreifið salsablöndunni á 2 af tortillunum og stráið rifnum osti yfir. Leggið hinar tortillurnar yfir.
  2. Setjið quesadillurnar beint á grillið og grillið í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið. Fylgist vel með neðri hliðinni.
  3. Leggið kökurnar á skurðarbretti úr tré og látið þær hvíla í nokkrar mínútur, en skerið þær svo í sneiðar með pítsuskera eða beittum hníf.


Kíktu á þessa fylgihluti.