Rækjur í pancetta


Broil King Uppskriftir Rækjur í pancetta

Hægt er að nota venjulegt beikon í stað pancetta, en sé það gert er beikonið steikt á þykkbotna pönnu á hliðarbrennaranum við meðalhita, í um það bil mínútu á hvorri hlið.

Hráefni

 • 2 tsk paprikuduft
 • 1/2 tsk cayennepiparduft
 • 1/2 tsk karríduft
 • 1/2 tsk malað broddkúmen
 • 1/2 tsk möluð kóríanderfræ
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 msk sykur
 • 2 msk nýkreistur sítrónusafi
 • 20 risarækjur, skelflettar og hreinsaðar
 • 10 þunnar sneiðar pancetta, skornar í helminga

Aðferð

 1. Setjið fyrstu 10 hráefnin í meðalstóra skál. Bætið rækjunum við og látið liggja í kryddleginum í 30 mínútur. Vefjið pancettasneiðum um rækjurnar og festið með tannstöngli.
 2. Forhitið grillið og penslið grindina með olíu. Grillið á „HIGH“ í 3-4 mínútur á hverri hlið, þar til rækjurnar verða mattar og byrja að kiprast saman.


Kíktu á þessa fylgihluti.