Flatbrauð með geitarosti og kryddjurtum


Broil King Uppskriftir Flatbrauð með geitarosti og kryddjurtum

Fullkominn lystauki fyrir jafnvel kröfuhörðustu gestina!

Hráefni

 • 1 1/4 tsk þurrger
 • Rúmlega 2 dl af volgu vatni
 • 4,5 dl hveiti
 • 1 msk ólífuolía
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk sykur
 • U.þ.b. 100 g geitarostur
 • 1 búnt af fersku óreganó, skolað og saxað
 • 1 búnt af ferskri basilíku, skolað og saxað
 • 1 búnt af ferskri steinselju, skolað og saxað
 • 1 heill hvítlaukur, ristaður (sjá hér á eftir)
 • 1 dl ristaðar furuhnetur

Aðferð

 1. Þegar flatbrauðið eða pítsubotninn er gerður er gerið leyst upp í volgu vatni ásamt 1/4 tsk af sykri. Bætið við hveiti, ólífuolíu og salti og hnoðið þar til deigið er teygjanlegt og mjúkt. Látið deigið standa í 10 mínútur áður en það er bakað. Þetta brauð þarf ekki að hefast.
 2. Einnig er hægt að nota tilbúinn pítsubotn eða nota frosið deig. Ef notuð er brauðvél skal fylgja leiðbeiningum framleiðanda við deiggerðina.
 3. Fletjið deigið út og setjið það á olíusmurða pönnu. Setjið önnur hráefni ofan á botninn.
 4. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Setjið pítsuna á grillið á pönnunni, lækkið hitann í „MEDIUM“ og lokið grillinu. Steikið í 5-7 mínútur, eða þar til pítsan er stökk og osturinn er bráðnaður. Ef notaður er tilbúinn pítsubotn er hann settur beint á grillgrindina.
 5. ATHUGIÐ! Hvítlaukurinn er ristaður með því að leggja allan hvítlaukshausinn á álpappírsstykki, dreypa matskeið af ólífuolíu yfir og vefja álpappírinn þétt um hvítlaukinn. Setjið pakkann beint á grillið eða í 170° heitan ofn í 30-40 mínútur, þar til laukurinn er mjúkur. Látið hann kólna, þrýstið sætum, ristuðum geirunum út og maukið þá í lítilli skál.


Kíktu á þessa fylgihluti.