Miðjarðarhafspítsa


Broil King Uppskriftir Miðjarðarhafspítsa

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1 pítsubotn (þunnur botn, heimabakaður eða keyptur tilbúinn)
 • 1 beinlaus kjúklingabringa (forgrilluð)
 • U.þ.b. 200 g fetaostur
 • Kalamata-ólífur, steinhreinsaðar
 • Sólþurrkaðir tómatar
 • Rauðlaukur
 • Fersk basilíka

Balsamedik
 • 3 msk ólífuolía
 • 3 msk balsamedik
 • Pressaður hvítlaukur eftir smekk

Aðferð

 1. Blandið hráefnunum saman í skál.
 2. Setjið kjúklinginn og grænmetið yfir pítsubotninn, eftir smekk.
 3. Stráið vænum skammti af muldum fetaosti yfir. Dreypið balsamediki yfir og stráið ferskri basilíku yfir eftir smekk.
 4. Bakið á grillinu í samræmi við grillleiðbeiningar fyrir pítsu.
 5. Setjið pítsusteininn á grillgrindina miðja. Stillið báða brennarana á „HIGH“ og forhitið grillið að 200-300°.
 6. Settu saman pítsu að eigin höfði með uppáhaldsálegginu þínu og notaðu ýmist pítsubotn eða annað flatbrauð. Einnig er hægt að nota tilbúinn pítsubotn.
 7. Fylgist vel með bakstrinum, þar sem grilltími og tímalengd getur verið mjög mismunandi eftir því hvaða gerð af grilli er verið að nota.
 8. Þegar osturinn er bráðnaður og botninn farinn að taka lit er pítsan tilbúin. Takið pítsuna af pítsusteininum með meðfylgjandi tréspaða.
 9. Látið steininn kólna alveg áður en reynt er að fjarlægja hann af grillinu.


Kíktu á þessa fylgihluti.