Quesadillur með Brie-osti, mangó og chili


Broil King Uppskriftir Quesadillur með Brie-osti, mangó og chili

Þetta er einfaldur lystauki sem klárast örugglega fljótt!

Hráefni

 • 1 rauð paprika, ristuð
 • 1 jalapeño-aldin, skorið í teninga
 • 1 mangó, flysjað og saxað
 • 2 msk ferskt kóríander, saxað
 • 1 límóna
 • 8 litlar tortillur
 • U.þ.b. 200 g Brie-ostur, kældur og sneiddur
 • Nýmalaður svartur pipar
 • 1 msk ólífuolía

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Grillið rauðu paprikuna beint á grindinni þar til hún er orðin alveg sviðin að utanverðu. Takið af grillinu og látið kólna. Afhýðið paprikuna, kjarnhreinsið hana og saxið.
 2. Setjið ristuðu paprikuna, jalapeño-aldinið, mangóið, kóríanderið og límónusafann í meðalstóra skál.
 3. Breiðið úr tortillunum. Setjið nokkrar sneiðar af Brie-osti á helming hverrar tortillu. Setjið mangóblönduna í sigti og látið umframvökva renna af henni, annars verða tortillurnar of blautar. Setjið mangóblönduna með skeið yfir ostinn og brjótið hinn helminginn af tortillunni yfir. Gerið eins með hinar tortillurnar.
 4. Forhitið grillið og lækkið svo hitann í „MEDIUM“. Penslið tortillurnar með ólífuolíu til að hindra að þær festist og til að þær verði fallega stökkar. Grillið í 1-2 mínútur á hvorri hlið þar til tortillurnar eru gullinbrúnar og osturinn bráðnaður. Leggið á skurðarbretti og skerið í bita.


Kíktu á þessa fylgihluti.