Kjúklingapítsa med chilipipar og kóríander


Broil King Uppskriftir Kjúklingapítsa med chilipipar og kóríander

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 3 msk ólífuolía
 • 350 g beinlaus kjúklingabringa
 • 1 búnt vorlaukur í sneiðum
 • 1 chilialdin, kjarnhreinsað og saxað
 • 1 rauð paprika í strimlum
 • 100 gr sveppir í sneiðum
 • 3 tsk ferskur kóríander, saxaður
 • Pítsubotn, 30 cm í þvermál (heimagerður eða keyptur tilbúinn)
 • 1 tsk chiliolía
 • 170 gr mozzarellaost í strimlum
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Annað álegg eftir smekk

Aðferð

 1. Penslið kjúklingabringuna með ólífuolíu. Kryddið með salti, pipar og chili. Hitið grillið „MEDIUM“ og stillið það fyrir beina grillun. Setjið kjúklingabringuna á grillið og fullgrillið hana, snúið einu sinni. Takið kjúklingabringuna af grillinu og skerið hana í þunnar sneiðar.
 2. Setjið paprikuna á grillið og grillið hana þar til hún er heit en ekki grilluð í gegn. Látið hana kólna svolítið og skerið því næst paprikuna, laukinn, sveppina og annað álegg ef vill í sneiðar. Blandið því sem eftir er af ólíuolíunni og chiliinu saman við kóríander, salt og pipar. Hellið umframolíu frá, breiðið yfir blönduna og setjið hana til hliðar.
 3. Penslið pítsuna með chiliolíu og dreifið kjúklingasneiðunum jafnt yfir pítsubotninn. Dreifið því næst grænmetinu og kryddblöndunni yfir og að lokum mozzarellaostinum.
 4. Grillið pítsuna (gjarnan á forhituðum pítsusteini) með grillið stillt á „HIGH“ í 10–10 mínútur, eða þar til botninn er stökkur, pítsan gullinbrún og osturinn farinn að krauma.
 5. Sjá leiðbeiningar um notkun pítsusteinsins.
 6. Skerið pítsuna og berið hana fram heita.


Kíktu á þessa fylgihluti.