Kryddleginn spergill


Broil King Uppskriftir Kryddleginn spergill

Til að þessi uppskrift heppnist er nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningunum við forsuðu mjög vandlega. Einnig er mikilvægt að gæta þess að spergillinn sé alveg þurr.

Hráefni

 • 1 lítill skalottlaukur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk Dijon-sinnep
 • 2 sítrónur, nýkreistar
 • 1 msk balsamedik
 • Nýmalaður svartur pipar, eftir smekk
 • Rúmlega 1 dl ólífuolía
 • U.þ.b. 1 kg spergill, snyrtur á endunum
 • 2 msk sesamfræ, ristuð

Aðferð

 1. Ediksósan er gerð með því að saxa skalottlauk og hvítlauk mjög fínt í matvinnsluvél. Þá er salti, sinnepi, sítrónusafa, ediki og pipar bætt við og matvinnsluvélin sett aftur af stað sem snöggvast. Látið vélina ganga áfram og bætið ólífuolíu við í mjórri bunu.
 2. Þá er komið að því að forsjóða spergilinn. Leggið helminginn af sperglinum í sjóðandi vatnið í tvær mínútur, takið hann upp með töng og leggið í ísvatn í tvær mínútur. Látið renna vel af sperglinum á eldhúspappír, þar til hann er orðinn þurr. Látið spergilinn standa við stofuhita og farið eins að við hinn helminginn af sperglinum.
 3. Hálftíma áður en bera á spergilinn fram er honum raðað fallega á fat og ediksósunni dreypt yfir. Stráið ristuðum sesamfræjum yfir. Berið fram við stofuhita.


Kíktu á þessa fylgihluti.