Portóbellósveppir


Broil King Uppskriftir Portóbellósveppir

Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í fyllinguna. Ef von er á grænmetisætum í mat er hægt að sleppa hráskinkunni. Rétturinn er alveg jafn ljúffengur án þess!

Hráefni

 • 2 rauðar paprikur, ristaðar
 • 8 meðalstórir portóbellósveppir
 • 100 g parmesanostur í bitum
 • 8 þunnar hráskinkusneiðar
 • 8 kirsuberjatómatar, skornir í helminga
 • Rúmlega 1 dl pestó

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“. Setjið paprikurnar á grillið og grillið á öllum hliðum þar til hýðið er sviðið. Takið af grillinu og látið kólna á bretti. Þegar paprikurnar hafa kólnað er sviðið hýðið fjarlægt, stilkur og fræ tekin burtu og aldinkjötið skorið í sneiðar.
 2. Skerið því næst parmesanostinn í langar sneiðar með kartöfluflysjara.
 3. Takið stilkana af portóbellósveppunum og geymið þá (þá má nota síðar við matreiðslu, t.d. fyrir sveppasúpu eða sveppasósu).
 4. Penslið hattana að utanverðu með ólífuolíu. Setjið teskeið af pestói ofan í hattana. Setjið sneið af hráskinku, parmesanostsneiðar, 2 kirsuberjatómathelminga og 2 sneiðar af ristaðri papriku ofan á pestóið.
 5. Setjið sveppina á grillið og lækkið hitann í „MEDIUM“. Grillið í 5-7 mínútur þar til sveppahattarnir eru meyrir að innan og stökkir að utan.


Kíktu á þessa fylgihluti.