Pastasósa úr grilluðum tómötum


Broil King Uppskriftir Pastasósa úr grilluðum tómötum

Einnig er hægt að setja penne-pasta saman við og bera fram kalt sem salat.

Hráefni

 • 1 heill hvítlaukur
 • 12 meðalstórir plómutómatar, skornir í helminga
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Rúmlega 1 dl ólífuolía
 • U.þ.b. 1 dl ítölsk steinselja, söxuð
 • U.þ.b. 1 dl fersk basilíka, söxuð
 • 2 msk smjör
 • U.þ.b. 1/2 dl parmesanostur, rifinn
 • Fettucine eða annað pasta

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „LOW“. Dreypið ólífuolíu yfir heilan hvítlauk og leggið hann á upphitunarhilluna. Grillið þar til hvítlaukurinn er meyr, í um það bil 20 mínútur.
 2. Blandið því næst tómathelmingunum saman við svolitla ólífuolíu, salt og pipar í skál.
 3. Hækkið hitann í „MEDIUM/HIGH“ og grillið tómatana með hýðið niður þar til þeir sviðna svolítið, eða í 2-3 mínútur. Snúið þeim einu sinni og grillið í 2-3 mínútur í viðbót, þar til þeir eru fulleldaðir. Takið tómatana af grillinu, fleygið hýði og fræjum og hakkið tómatakjötið gróft.
 4. Látið suðuna koma upp í stórum potti með saltvatni á hliðarbrennaranum. Setjið pastað í pottinn og sjóðið þar til það er al dente.
 5. Þrýstið ristuðu hvítlauksgeirunum úr hýðinu og í skálina með söxuðu tómötunum. Hrærið steinselju, basilíku, smjöri og afganginum af ólífuolíunni saman við og saltið og piprið eftir smekk.
 6. Setjið heitt pasta saman við og stráið parmesanosti yfir.


Kíktu á þessa fylgihluti.