Polenta með rósmaríni


Broil King Uppskriftir Polenta með rósmaríni

Polenta er ljúffengt meðlæti með grilluðu grænmeti, pylsum og mörgu öðru.

Hráefni

  • 2 1/4 dl þurrkað maísmjöl, sem er hæfilegur skammtur fyrir 5
  • 2 tsk ferskt rósmarín, saxað
  • U.þ.b. 1 dl brætt smjör
  • 1 msk smjör (fyrir ofnfatið)
  • Nýrifinn parmesanostur

Aðferð

  1. Sjóðið maísmjölið í söltu vatni í samræmi við leiðbeiningarnar á pakkanum og hrærið svo rósmaríni saman við. Smyrjið stórt, grunnt form. Hellið heitri polentunni í formið og dreifið úr henni. Látið hana kólna. Skerið polentuna því næst út í skemmtilega lögun, svo sem tígla, hringi, stauta eða annað í þeim dúr.
  2. Hitið grillið í 200°. Penslið polentabitana með bræddu smjöri og grillið svo á grillgrindinni þar til þeir eru komnir með grillrendur. Stráið parmesanosti yfir og berið fram strax.


Kíktu á þessa fylgihluti.