Kryddlegið grænmeti


Broil King Uppskriftir Kryddlegið grænmeti

Eigðu góða samverustund við grillið með þessari spennandi grilluppskrift og öðrum grillhugmyndum fyrir fjölskylduna og vinina.

Hráefni

 • 1/2 rauðlaukur, skorinn langsum
 • 1/2 rauð paprika, skorin langsum
 • 1/2 gul paprika, skorin langsum
 • 3 litlir kúrbítar, sneiddir langsum
 • 6 gulrætur í strimlum
 • 18 grænir sperglar, skornir í þrjá hluta hver
 • Salt og pipar eftir smekk
 • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 3 msk ólífuolía
 • 2 msk balsamedik
 • 1 msk ferskt óreganó, saxað
 • 1 msk ferskt tímían
 • 1 tsk nýmalaður svartur pipar

Aðferð

 1. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“.
 2. Útbúið kryddlöginn: Pískið hvítlauk, ólífuolíu, balsamedik, kryddjurtir, salt og pipar saman í meðalstórri skál. Setjið lauk og papriku út í kryddlöginn. Takið lauk og papriku úr leginum og grillið á „MEDIUM“ í 3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til grænmetið fer að brúnast svolítið. Penslið kúrbítssneiðarnar með kryddleginum og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, þar til þær fara að brúnast. Geymið afganginn af kryddleginum.
 3. Skerið grillaða grænmetið í stóra, þríhyrnda bita.
 4. Sjóðið á meðan gulrætur og spergla í saltvatni þar til grænmetið er farið að mýkjast en er enn með biti. Skolið vel með ísköldu vatni og látið þorna.
 5. Hitið kryddlöginn sem var afgangs í litlum potti, við lágan hita. Leggið grænmetið í heitan kryddlöginn. Kryddið með balsamediki, salti og pipar.


Kíktu á þessa fylgihluti.