Ristaðar sætar kartöflur


Broil King Uppskriftir Ristaðar sætar kartöflur

Þetta er afar bragðgóður réttur sem hægt er að elda beint á grillgrindinni á olíuborinni grillrist eða á olíuborinni plötu. Það þarf að snúa sætu kartöflunum nokkuð reglulega til þær brenni ekki við.

Hráefni

  • 8 meðalstórar sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í 2 cm bita
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 tsk ferskt rósmarín, saxað
  • 2 litlir hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1/4 tsk chiliflögur
  • 1 tsk flögusalt
  • 1 tsk ferskt tímían

Aðferð

  1. Forhitið grillið á „MEDIUM“ þar til hitinn er um 200°.
  2. Setjið sætkartöfluteningana í skál og blandið saman við ólífuolíu, tímían, rósmarín, hvítlauk, rauðri papriku og salti. Grillið teningana á grillgrindina, grillrist eða steikarplötu þar til þeir eru meyrir og gullinbrúnir, eða í 20-30 mínútur. Snúið kartöflubitunum oft.
  3. Setjið á fat og berið fram með stilkum af fersku rósmaríni og tímían.


Kíktu á þessa fylgihluti.