Grænmeti með balsamediki


Broil King Uppskriftir Grænmeti með balsamediki

Sætt bragðið af balsamedikinu fer sérlega vel við reykbragðið af grænmetinu. Ef það verður afgangur af réttinum er hægt að blanda honum saman við soðið pasta, svartar ólífur, saxaða ferska basilíku, sólþurrkaða tómata og smá skvettu af balsamediki og gera fljótlegt sumarsalat.

Hráefni

 • 2 rauðar paprikur, skornar í tvennt
 • 1 gul paprika, skorin í bita
 • 2 litlir kúrbítar, skornir í fjórðunga
 • 2 lítil eggaldin, skorin í fjórðunga
 • 12 kirsuberjatómatar
 • 4 litlir vorlaukar, skornir í sneiðar langsum
 • U.þ.b. 1/2 dl ólífuolía
 • 1 búnt ferskt tímían, skolað og saxað
 • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 2 msk balsamedik

Aðferð

 1. Blandið grænmetinu saman í skál með ólífuolíu, tímíani og hvítlauk.
 2. Forhitið grillið með því að stilla á „HIGH“ og lækkið svo hitann í „MEDIUM“ áður en grænmetið er sett á grillið. Snúið grænmetinu einu sinni og grillið þar til það er orðið meyrt að innan en stökkt og fallega brúnað að utan.
 3. Setjið grænmetið í skál og dreypið balsamediki yfir. Saltið og piprið eftir smekk.
 4. Berið fram við stofuhita með grillkjöti að eigin vali.


Kíktu á þessa fylgihluti.