Grænar baunir með brúnuðu smjöri og pekanhnetum


Broil King Uppskriftir Grænar baunir með brúnuðu smjöri og pekanhnetum

Ef baunirnar eru snöggsoðnar fyrir matreiðslu er mjög fljótlegt að framreiða þennan rétt með litlum fyrirvara.

Hráefni

  • U.þ.b. 1 kg grænar baunir, saxaðar
  • U.þ.b. 1 dl ristaðar pekanhnetur, saxaðar
  • 4 msk smjör í litlum bitum
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
  • 1/2 dl skalottlaukur, fínsaxaður
  • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Látið koma upp suðu á vatni í stórum potti. Setjið grænu baunirnar út í og sjóðið í 5 mínútur eða þar til baunirnar eru mjúkar. Skolið vel með ísköldu vatni til að stöðva suðuna og halda skærgræna litnum á baununum. Látið renna vel af þeim, þerrið svo með eldhúspappír. Vefjið baunirnar í eldhúspappír og geymið fram að framreiðslu. (Þetta má gera með dags fyrirvara).
  2. Bræðið smjörið við meðalhita á stórri steikarpönnu. Bætið skalottlauk og pekanhnetum á pönnuna. Bíðið þar til smjörið hefur tekið ljósbrúnan lit og angar af hnetum. Setjið baunirnar saman við og hrærið í til að þekja þær vel. Látið baunirnar vera á pönnunni þar til þær hafa hitnað í gegn, eða í um það bil 3 mínútur. Bætið sítrónusafa saman við og saltið og piprið eftir smekk.


Kíktu á þessa fylgihluti.