Salat með grilluðum maís


Broil King Uppskriftir Salat með grilluðum maís

Þetta er ljúft sumarsalat sem er með ferskum maís en það er líka hægt að gera það að vetri til og nota þá frosna maísstöngla.

Hráefni

 • 8 ferskir maísstönglar
 • 1 rauð paprika
 • 1 gul paprika
 • 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar í sneiðum, í olíu
 • 1 jalapeño-aldin, saxað
 • 2 msk ferskt kóríander, saxað
 • 1 lítið chipotle-piparaldin
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 msk rauðvínsedik
 • 1 tsk frosið appelsínuþykkni
 • Rúmlega 1 dl ólífuolía
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

 1. Leggið maísstönglana í bleyti, með hýðinu, í kalt vatn í 20 mínútur. Á meðan er grillið forhitað á „HIGH“ og rauða og gula paprikan grilluð beint á grindinni. Snúið paprikunum af og til þar til hýðið er orðið sviðið allan hringinn. Setjið paprikurnar á skurðarbretti og látið þær kólna. Þegar paprikurnar hafa kólnað er sviðið hýðið fjarlægt, stilkur og fræ tekin burtu og aldinkjötið skorið í sneiðar. Setjið til hliðar.
 2. Lækkið hitann í „MEDIUM“. Setjið maísstönglana á grillið, með hýðinu. Grillið maísstönglana í 20 mínútur og snúið þeim á um það bil 5 mínútna fresti. Setjið til hliðar þar til þeir hafa kólnað, afhýðið þá og skerið maískornið af stönglunum með beittum hníf. Safnið saman í stóra skál. Bætið saxaðri rauðri og gulri papriku, sólþurrkuðu tómötunum, jalapeño-aldinunum, graslauknum og kóríandernum við.
 3. Blandið chipotle-piparaldinum, hvítlauk, ediki og appelsínuþykkni saman í matvinnsluvél. Látið vélina ganga í 20-30 sekúndur og bætið svo ólífuolíu við í mjórri bunu á meðan vélin gengur áfram. Saltið og piprið eftir smekk. (Ef matvinnsluvél eða töfrasproti er ekki fyrir hendi er hægt að fínsaxa chipotle-piparaldinið og hvítlaukinn og bæta svo ediki og appelsínuþykkni saman við. Pískið svo ólífuolíunni rólega saman við.)
 4. Dreypið sósunni yfir maíssalatið og berið fram.


Kíktu á þessa fylgihluti.